Aldamót - 01.01.1897, Page 95
unum gerðu sjer far urn að misskilja hann og gruna
hann um ótrúmennsku. Sjálfur gjörði Lúter það
aldrei, en nokkra fæð lagði hann á vin sinn um
tíma, en þoldi þó aldrei að hejTra honum 'nall-
mælt.
Það hrós finnst mjer Melankton eiga skilið um
fram aðra menn, að hafa verið frelsarans annar Jó-
hannes. Lúter var að mörgu leyti Páll postuli ann-
ar, fæddur til að leggja heiían heim að fótum frels-
arans. En lund Melanktons var Jóhannesar lundin,
djúp og viðkvæm konulund. Hann var blíður og
mannúðlegur og góður við alla, elskaði friðinn um
fram allt, en fann hann ekki, hataði ófriðinn, en
dróst inn í hann, — sá miklu lengra inn í leynd-
ardómanna land en öðrum dauðlegum mönnum er
gefið, var sívakandi og sístarfandi að velferð og
uppbygging kirkjunnar og helgaði guði og hinu góða
málefni hans alla sina göfugu andans krapta. Hann
var um tram allt vísindamaðurinn og hefur lagt
hinn vísindaiega grundvöl! fyrir starti og stefnu lút-
ersku kirkjunnar. Það er honum að þakkaaðmjög
miklu leyti, að Þjóðverjar urðu mesta vísindaþjóð
nýju sögunnar. Og það er þá um leið honum um
fram alla aðra menn ; ð þakka, að lúterska kirkjan
ber ægishjálm yfir öllum öðrum kirkjudeildum í guð-
fræðislegum vísindum. Trú hans var heit og inni-
leg, eins og barnsins, og hann byrjaði aldrei svo á
neinu verki, hvort sem það var að svara einhverri
fyrirspurn eða segja álit sitt um eitthvert ágreinings-
mál, sem fyrir harm hafði verið lagt, að hann bæði
ekki fyrst um ljós og vísdóm af hæðum, til að leysa
verkið af hendi samkvæmt vilja drottins. Þegar
kjarkurinn bilaði, var það ekki af ótta fyrir sjálfum