Aldamót - 01.01.1897, Blaðsíða 98
98
sinni barninu sínu. Vjer getura ekki hugsað oss
hinn algóða föður svo harðbrjósta, að hann ekki á
einhvern hátt birtist börnunum sínum og tali við
þau »á einhvern hátt«.
Hvert mannsbarn íinnur til löngunar til að
heyra föður sinn til sín tala. Hver maður þráir að
fá vitneskju um skapara sinn.
Vjer trúum þvi, að löngun barnsins sje uppfyllt
og þrá mannsins svalað.
Vjer kennum það, að hinn algóði faðirinn hafi
opinberazt oss og tali við oss.
Vjer köllum þessa opinberan guðs og viðræður
hans við oss guðs orð, og segjum, að það sje oss gef-
ið og gevmt í hinni helgu bók, sem vjer köllum
biblíu. Og þetta guðs orð kennum vjer, að sje hin
eina sanna uppspretta og hið fullkomna lögmál fyr-
ir kenningu, trú og hegðun allra guðs barna. I
guðs orði segjum vjer, að geymd sje öll þekking
mannanna á hinni eilífu veru; þar sje guðdóminum,
eiginleikum hans og vilja iýst að ráðstöfun guðs
og með aðstoð hans anda; þar sjeu leyndardómar
hins guðlega eðiis framsettir í skiljanlegum búningi
og að ráðstafanir guðs mönnunum ti) frelsis og sálu-
hjálpar sjeu þar opinberaðar.
En vjer skoðum guðs orð í heilagri ritningu
meira en kennslubók í guðlegum visindum. Þekk-
ingin á guði er ekki einhlít, heldur þarf henni að
vera samfara tilsvarandi hreyfing tilfinninga og
vilja. Með þeim eiginleika er einnig guðs orð
útbúið, að það orð föðurins verkar sonarlegan anda
hjá þeim, sem fyrir áhrifum þess verða, og myndar
samlíf guðs og mannsins.
Sje þetta, sem vjer köllum »guðs orð«, í sann-