Aldamót - 01.01.1897, Side 99
99
leika guðlegt að eðli og uppruna, þá er sjálfsagt að
tileinka því guðlegan krapt. Sje það orð útgengið
af vörum guðs, er það líka fullt af hans anda og
hans andi er lífsneisti allrar andlegrar tilveru. Því
segjum vjer um guðs orð, að það ekki að eins
kenni um guð, heldur lika leiði til guðs; að það ekki
að eins segi frá synd mannsins og náð guðdóms-
ins, heldur líka frelsi frá syndinni og veiti náðina;
að það ekki að eins tali um heilagan anda, heldur
líka flytji meö sjer heilagan anda og verki líf og
sáluhjáip.
Þessu trúa allir kristnir menn sameiginlega. I
»fræðunum« vorum segir í útskýring Lúters á þriðju
grein hinnar postullegu trúarjátningar: »Jeg trúi,
að jeg geti ekki af eigin skynsemi eða kröptum
trúað á Jesúm Krist minn drottin nje til hans
komizt, heldur hafi heilagur andi kallað mig með
gleðiboðskapnum«. Og í Ágsborgartrúarjátningunni,
grnndvallar-játningarriti kirkju vorrar, stendur í V.
kafla: »fyrir orðið og sakramentin eins og meðul
veitist heilagur andi, sem verkar trúna, þar sem og
þegar guði þóknast, í þeim, sem heyra fagnaðar-
boðskapinn«.
Þenna krapt og kraptaverk tileinkum vjer
guðs orði í kenningum vorum.
En hvers krefst guðs orð sjálft? Hvað kennir
biblían um sjálfa sig?
Jeg vil biðja yður að hugleiða með mjer nokkra
helztu staði heilagrar ritningar, sem svara þessum
spurningum.
I Joh. guðsp. 6, 63 stendur: »Þau orð, sem jeg
(Jesús Kristur) tala til yðar, þau eru andi og þau
eru ltf«. Postulinn Páll segir í brjefinu til Rómv.