Aldamót - 01.01.1897, Síða 100
1, 16, að guðs orð sje »Kraptur guðs til sáluhjálpar«.
I brjeflnu til Hebr. 4, 12. stendur: »Guðs orð er
lifandi og kröptugt og beittara hverju tvíeggjuðu
sverði«. Pjetur postuli segir (I. Pjet. 1, 23): »Eins
og þeir, sem endurfæddir eru, ekki af forgengilegu
sæði, heldur at' óforgengilegu, með guðs lifanda og
ævaranda orði«. Jakob postuli segir (Jak. 1, 21.;:
»Og meðtakið orðið með hógva^rð — sem megnar
að frelsa yðar sálir«. í brjefinu til Efes. 4, 17.
segir: »Og takið hjálm hjálpræðisins og sverð and-
ans, sem er guðs orð«. Um heilaga ritningu segir
postulinn Páli ennfremur: »011 ritning er innblásin
af guði og nytsöm til lærdóms, til sannfæringar, til
leiðrjettingar, til menntunar í rjettlæti, svo að guðs
maður sje algjör og til alls góðs verks hæfilegur«
(II. Tím. 3, 16.).
I biblíunni eru orðinu tileinkuð sömu verk og
heilögum anda og áhrif þess á mannleg hjörtu tal-
in vera hin sömu og andans, svo að ýrnist er sagt,
að köllunin, endurfæðingin, upplýsingin og helgun-
in sje afleiðingar af verkunum heilags anda, eða
guðs orðs. Þannig er guðs orð eitt og hið sama í
verkunum sínum og andinn, og verkfæri heilagsanda,
sem framkvæmir náðarverkið í sálum mannanna.
köllunin. I Opinberunarbókinni 22, 17. stend-
ur: »Andinn segir: komið«. En í dæmisögunum eru
það þjónarnir, sem með orðinu kalla, segjandi: »Kom
ið, því allt er til reiðu«.
Upplýsingin er talin andans verk í Joh. 14,
26: »En huggarinn, sá heilagi andi, mun kenna
yður allt«. Og Jóh. 16, 13: »En þegar hann, sá
sannleikans andi, kemur, mun hann leiðayður í all-
an sannleika«. En s^o er hún einnig talin afleið-