Aldamót - 01.01.1897, Page 101
101
ing orðsins, t. d. Sálrn. 119, 130: »Þinna orða út-
skýrinjr upplýsir og gjörir þá einföldu vísa«. Og
II. Tím. 3, 15: »Þar eð þjer er frá barnæsku
kunnug heilög ritning, sem getur upplýst þig til
sáluhjálpar«.
Endurfœðingin. Um endurfæðinguna segir (Jóh.
3, 6.): »Það, sem af anda er fætt, það er andi«, og
»Eins er því varið með hvern þann, sem at andan-
urn er fæddur«. En svo er hún líka tileinkuð orð-
inu. »Þeir, sem endurfæddir eru af guðs lifanda og
ævaranda orði« (I. Pjet. 1, 23) »og eptir sínu ráði
fæddi hann oss með sannleikans orði« (Jak. 1, 18.).
Helgunin. Er talin andans verk. »Þjer eruð
belgaðir fyrir anda vors guðs« (I. Kor. 6, 2.). En
í Jóh. 17, 17 segir frelsarinn: »Helga þú þá i þfn-
um sannleika, þitt orð er sannleikur*.
Af þessu sjáum vjer, að Guðs orð krefst hins
sama fyrir sig og fyrir sjálfan guðs heilaga anda,
að orðið og andinn sje samverkandi, að andinn sje
i orðinu og starfi fyrir orðið.
Þetta orð er oss af guði skipað að boða, svo
af því endurfæðist mennirnir andlega og helgist í
hugarfari og líferni. Frá því á dögurn Enoks og
Nóa, Krists og postulanna hefur það verið prjedikað
í þessum tilgangi. Jesú síðasta skipan til lærisveina
sinna var að fara og boða það öllum þjóðum. Páll
leggur svo mikla áherzlu á prjediitun orðsins, að
hann segir til Rómverja: »Hver sem ákallar nafn-
ið drottins mun hólpinn verða, en hvernig eiga þeir
að ákalla þann, sem þeir trúa ekki á, og nvernig
eiga þeir að trúa á þann, sem þeir ekki hafa heyrt,
og hvernig eiga þeir að heyra án prjedikara*; og
til Korinþumanna: »Þar eð mennirnir i sinni speki