Aldamót - 01.01.1897, Síða 102
ekki þekktu guð í hans speki, þá þóknaðist guði
að gjöra þá með einfaldri kenningu hólpna, sem á
hann vildu trúa«. Og sjálfur segir Jesús Kristur:
»Sælir eru þeir, sem heyra guðs orð og varðveita
það«.
Þetta eru kröfur guðs orðs, þetta segist það
vera: kraptur guðs til sáluhjálpar, guðlegt afi heim-
inum og mönnunum öllum til endurfæðingar, upp-
lýsingar og helgunar. Hver, sem les heilaga ritn-
ingu, veit, að þar er um meira en almenna bók að
ræða, að því leyti sem hún hefur sig upp yfir allar
aðrar bækur, upp yfir allt mannlegt og náttúrlegt,
og krefst guðlegs uppruna og eðlis og lýsir yfir
heilögum krapti sínum sem verkfæri guðs anda.
Nú er spursmálið: getur guðs orð, biblían, sann-
að þessar kröfur sinar og staðfest guðlegt gildi sitt
með órækum merkjum og gildum rökum'?
Rjettast er að dæma um hverja orsök af af-
leiðingum hennar og þekkja hverja rót af ávöxt-
unum. Dæmum guðs orð þá af áhrifum þess. Verði
það sannað, að það hafi verið í heiminum guðlegt
afl til góðs, þá er guðlegt gildi þess sannað.
Vjer höfum hlustað á, livað biblían sjálf segist
vera. Vjer skulum nú leitast við að færa hana
undir stækkunargler almennrar rannsóknai og virða
hana betur fyrir oss.
I.
Lýsing bibliunnai’.
1. Samrœmi innihald.sinx. — Biblian sainan-
stendur af mörgum bókum í einni heild. Hún er
skrifuð af nær 40 höfunduin og er að myndast í
1600 ár. A þessum tíma risu stórveldi heimsins og