Aldamót - 01.01.1897, Page 103
103
fjellu, heimspekiskerfin fæddust og dóu hvert af öðru,
en þetta safn heilagra ritninga talar frá upphafi til
enda um hið sama efni, um hinn eina sanna guð,
drottin himins og jarðar, og lýsir blessan hans yfir
rjettlætinu en bölvan yfir ranglætinu. Frá fyrstu
til síðustu bls. finnum vjer áframhaldandi þroska hinnar
sömu heilögu kenningar; og- nú i8 öldum, eptir að
bókin er fullgjörð (þó að allar samtimisbækur sömu
tegundar hafi að mestu fallið í gieymsku), stendur
hún frammi fyrir öllum iýð sem hið mesta undur
aldanna, og heldur enn áfram að verma hjörtu og
drottna yfir samvizkum upplýstustu þjóða jarðar-
innar.
Hinar aðrar svo kölluðu »biblíur«, (þegar þær
ekki eru ófullkomnar eptirlíkingar heil. ritningar),
eru að eins máttlaust fálm eptir guðdómnum. Onn-
ur trúarbrögð hafa optast byrjað með nokkrum sið-
ferðislegum hreinleika, en sokkið svo smám saman
niður í spilling heimsins. En siðfræði biblíunnar full-
komnast æ meir og meir ineð hverri viðbót við hana.
Frá uppsprettu sinni í lögmáli Mósesar liður elfa
hreinleikans og eykst með hverju þroskastigi hinnar
helgu opinberunar, unz við kenningar Krists og post-
ula hans að hún rennur út i það haf dýrðarinnar,
sem ásjóna guðs almáttugs fullkomlega speglast í.
Undir umsjón hins ósýnilega byggingarmeistara lagði
hver einstakur haga hönd á uppbygging hins stór-
kostlegasta andlega musteris, sem reist hefir verið.
Móses leggur hin sterku undirlög byggingarinnar
með lögmálstöflum sínum, Davíð reisir hinar fögru
súlur með sálmum og bænum, Salómon prýðir turn-
ana með gimsteimum vizkunnar, Jeremías vætir leir-
inn með tárum sínum, Esajas og Daniel setja í vegg-