Aldamót - 01.01.1897, Side 104
104
ina glerglugga spádómanna, sem guðleg sólin lýsir
inn um, hinir aðrir höfundar leggja til sögu og söng,
hótun og huggun, þar til loks guðspjallamennirnir og
postularnir fullgjöra inusterisbygginguna með frá-
sögunum um lif og dauða, kenningar og kraptaverk
hins holdi klædda guðs sonar. Þó hver spámaður og
sagnritari syngi eins og engin rödd væri til nema
lians, þá renna þó allar raddir þeirra saman í einn
hátíðlegan, himneskan samsöng, svo þegar vjer nú
leggjum eyrað við, heyrum vjer í hinum sameinuðu
röddum þeirra allra eitt töfrandi dýrðarlag, lagið
um Krist og hann krossfestan.
2. Einfaldleiki bibliunnar. — Allar aðrar trú-
arbragðaritningar hafa verið hinum háu og lærðu
sjerstaklega ætlaðar. Trúbækur Egypta, helgirit
Brahma og bækur Confúzíusar hafa verið að eins
fyrir hina lærðu, sem einir þóttust skilja leyndar-
dóma þeirra, en alþýðan fjekk ekkert að gjöra ann-
að en hlýða og trúa því, sem henni var sagt. En
sú tilraun, að fela biblíuna bak við fortjald muster-
isins og lok-i, hana inni í húsum ókunnrar tungu,
misheppnaðist svo, að mvrkur kom yfir allan heim,
sem veik ekki fyr en guðsorð var aptur framleitt á
alþýðumálinu. Þá rifnaði aptur fortjaldið, sem páfa-
villa og prestavald hafði dregið fyrir musteri trú-
arinnar.
Að sönnu eru margir leyndardómar í biblíunni,
en þeir snerta aldrei það, sem viðkemur hinni beinu
fyrirskipun og siöferðislegu skyldu. Það sjást ský,
sem sveipa hina himingnæfandi turna hinnar helgu
bókar, en þau ský koma aldrei í milli hinnar ein-
lægu sálar og guðs. Dráttarlínur rjettlætis og rang-
lætis eru skýrar og skarpar, boðorðin skilmerkileg,