Aldamót - 01.01.1897, Qupperneq 106
til jarðar fyrir ofurmegni slíkra opinberana, þegar
fyrir augu hans líða annars vegar eldvötn eymd-
anna, en hins vegar ljóssalir englanna, þegar hann
sjer annars vegar bikar reiðinnar, vansköpuð dýr,
hyrnda dreka, tunglið vaðandi i blóði, stjörnurnar
fallandi til jarðar, eins og ótímabær aldini, og botn-
laust díki tortímíngarinnar; en hins vegar ljómandi
verur, syngjandi himneska lofgjörðarsálma kringum
hásæti guðs og lambsins, himneska herskara, ríðandi
fram á hvítum fákum undir forustu konungs kon-
unganna, sem ber sigurmerkið í orustu gegn dýrinu
og drekanum; og svo loks hinasíðustu tíð hins himn-
eska friðar, guðs borg, aldingarð sælunnar og lífsins
trje, og þar umhverfis hóp hinna endurleystu, en tár
þeirra hefir guð þerrað, og sjálft lambið, sem á há-
stólnum situr, er sólin þeirra.
Sannarlega er slík bók guðleg bók! Af umtals-
efni hennar og meðferð efnisins og af hinurn undar-
legu áhrifum, ýmist vonar eða ótta, sem vjer verðum
fyrir, er vjer iesum, hlýtur andi vor að kannast /ið
hönd hins sterka guðs.
4. Hjartnœmi bibtiunnar. — Sjálft hið mannlega
eðli ber vott um guðlegt eðli biblíunnar. Upp á boð
orð guðs orðs svarar hjartað amen; sálmar þess fram-
setja hina djúpu þrá mannsins um samfjelag við
skapara sinn; spádómar þess hreyfa vonum, sem
maður ávallt hetur fundið til óljóst og ósjálfrátt;
dæmisögur þess lýsa sannleika, sem maður af eðlis-
ávísun kannast við; umbun þess og heguing er sam-
hljóða innri meðvitund manns um rjettlætið; hin síð-
asta opinberun þess færir manni í persónu Jesú
Krists hinn margþráða bróður, og hið betra eðli vort
finnur til skvldleika milli sín og hans; grundvallar-