Aldamót - 01.01.1897, Blaðsíða 107
10 i
kenning þess uin faðerni guðs knýr manninn til elsku
til hans, sem bætt getur breytni manns, fyrirgefið
honum syndina og styrkt hann í veikleikanum; og
hin göfuga kenning þess um bræðralag mannanna
sópar burtu sundrungaröflunum, sem slíta bróður frá
bróður, og fullvissar mann um, að hugmyndin um
frelsi, jafnrjetti og bræðraband sje ekki að eins
mannlegt fullkomnunar-takmark, heldur líka ráðstöf-
un guðs.
bað eru ekki gömul hindurvitni og munnmæla-
sögur, heldur eðlisávisun mannkynsins sjálfs, sem
sannar gildi biblíunnar. Málsháttur einn segir: »bað
er hægt að blekkja nokkuð af fólkinu alla tíð, og
það er hægt að blekkja allt fólkið nokkra tíð, en
það er ekki hægt að blekk]a allt fólk alla tíð«. Hin
innri meðvitund almennings ber guðs orði bezt vitni.
Hinn harmþrungni leitar til þess, þegar fokið er í
öll skjól; hinn fátæki elskar biblíuna og veit að hún
muni ekki knýja liann til að beygja ktije fyrir auði
og valdi; hinn syndugi les hana og grætur, en gleðst
þó; hinn drambsami trúniðingur hatar hana, en get-
ur þó ekki tekið orð hennar af vörum sjer. Vitr-
ingurinn sýnir henni lotningu og hinu litilsigldi lærir
hirtar barnslegu setningar hennar; hinn deyjandi
þrýstir henni að hjarta sjer og hefur upp fyrir sjer
hin dýru fyrirheit hennar, um leið og hann stígur
hið dimma spor inn til eilifðarinnar; og við hina
geigvænu gröí getur etiginn mælskumaður talað jafn-
sætum og huggandi orðum til ekkjunnar og hins
munaðarlausa, eins og sigurvegari dauðans, sem í
orðum hinnar helgu bókar segir: »Jeg er upprisan
og lífið«.
Svona sjálfri sjer samkvæm, einföld, háfleyg og