Aldamót - 01.01.1897, Side 109
109
haf'a komizt í munnmælasögur allra þjóða. Og er
það þannig sannað með líkum, sem rök ná ekki til.
Annað til marks um sannsögli biblíu-sagnritar-
anna er það, hve ljóslega og afdráttariaust þeir
segja frá brestum söguhetja sinna. Það er hin mesta
freisting fyrir hvern æfisöguhöfund, að gjöra sögu-
hetju sína sjálfri sjer sem samkvæmasta og fagra,
ef ekki sleppa algjörlega því, sem miður má sæma
í fari hennar. En engir höfundar eru eins miklir
realistar í þessum efnum og höfundarnir að æfisög-
um stórhetjanna í ísrael. Og þó nú höfundarnir
sjálfir gætu staðizt freisting þessa, þá var þó hætt
við, að kennilýðurinn, sem bækurnar geymdi, mundi
vikja svo við efninu, að slikir menn sem Abraham,
Jakob, Móses og Davíð væru sýndir lýðnum, sem
þá átti að heiðra og elska, eins og hreinar og full-
komnar fyrirmyndir. Samt eru blettirnir látnir standa,
brot þeirra auglýst og þeir sýndir í sínum mikla
breyzkleika, opt ósamkvæmir sjálfum sjer og skeik-
ulir, bæði göfugir og veikir, eptir því sem rjett er
og satt, án nokkurs tillits til annars.
I tölu biblíu-höfundanna höfum vjer auk sagna-
ritaranna t. d. spámennina. Hverjum á að líkja við
spámennina að sannsögli og einurð? Þeir koma opt
utan úr eyðimörkum svo sem þeir, er fengið hafa guð-
lega köllun til að ganga fram fyrir lýðinn og í um-
boði guðs almáttugs hrópa sannleikann til fólksins,
þeir ganga fram fyrir konunga, t. d. Akab og Davíð,
og hefja þrumuraddir sínar gegn hásætunum sem
sendiboðar frá hirð hins almáttuga. Þeir slá lýðinn
með hrísi vara sinna. Þeir ýmist brýna sverð hins
guðdómlega rjettlætis eða þeir boða hinn fagra draum
Messíasar-ríkisins og syngja sigursöngva um friðar-