Aldamót - 01.01.1897, Síða 110
110
höföingjann. Enginn, sem fordóm*laust les ræður
spámanuanna, mun drótta að þeim ósannsögli. Það
eru aö eins talsmenn sannleikans, sem svo djarflega
tala.
2. Guðs orði ber mman við vísindin. — Ekkert
hafa hugspilltir óvinir sannleikans látið eins opt
klingja i eyrum og það, að nútíðarvísindin hafi
sannað, að ýmislegt það, sem kennt er í guðs orði,
sje heimska og villa. ístöðulausir menn, semekkert
þekkja nje skilja i vísindum, hafa frjett þetta um
vísindin og þora svo ekki lengur að trúa orðum
biblíunnar, sem visindin hafa allar þessar aldir þó
verið að staðfesta og sanna. Guðsorð á einmitt vís-
indunum að þakka margar seinni tíðar sannanir
fvrir sannleiksgildi sínu, þar sem þau einmitt hafa
varpað ljósi yfir ýmislegt, sem lengi hefur verið tor-
skilið í hinni helgu bók. Eða hví skyldi maður am-
ast við visindunum eða bera kvíðboga fyrir sigri
sannleika guðs orðs, þegar slíkur maður sem Hugh
Miller, frægur jafnt í heimi vísinda og bókmennta,
segir, að margar visindalegar sannanir fyrir sannsögli
biblíunnar »hafl verið svo djúpt grafnar í hinum
helga texta«, að heimurinn hatí eigi sjeð þær fyrr
en í Ijósi hinna nýrri vísinda? »Það er að eins í
ljósi aukinnar vísindalegrar þekkingar«, segir hann,
»að hinar stórmerkilegu staðhæfingar biblíunnar, sem
sýnast svo einfaldar, en eru þó svo aðdáanlega efn-
isríkar, koma i ljós, hreinsaðar af heimskulegura
mannlegum útskýringum og staðfestar sem hinn inn-
blásni vitnisburður guðs«. Prófessor Dana — sem
enginn mun bregða um skort á visindalegri þekk-
ingu — segir: »Svo mikið er í biblfunni af því,
sem hinar nýjustu vfsindakenningar hafa fyrst út-