Aldamót - 01.01.1897, Síða 111
111
skýrt, að hugmyndin um mannlegan uppruna hennar
verður algjörlega óskiljanleg*.
Herbert Spencer segir, að vísindin sanni ná-
kvæmlega tilveru einhvers, sem »yflrgengur allan
skilning«, og kallar það hið óþekkjanlega. Trú á
þetta segir hann að hin hár-fínasta krítik efl ekki.
En eitthvað 3d00 árum áður en Spencer varð til og
nokkurn dreymdi um hið synthetixka heimspekiskerfl
hans, stóð þessi sama kenning um hinn »óþekkjan-
lega« skráð í bókum Mósesar; þar er guði lýst sem
þeim, sem er það sem hann er: hinum óþekkjanlega,
ólýsanlega Jehóva. Og allir eiginleikar guðs,
sem taldir eru i biblíunni, eru frekar mótmæli gegn
lýsing á guði en lýsing á lionum. Þegar sagt er,
að guð sje almáttugur, eilífur, alskygn, alstaðar ná-
lægur, upphaf og endir o. s. frv., þá er það ekki
takmörkun hugmyndarinnar, ekki girðing kringum
guðdóminn, heldur háburstir hugsunarinnar, bendandi
upp í riki hins takmarkalausa.
En þá spyr einhver: Hvernig fæ jeg þá þekkt
hinn óþekkjanlega? hvernig á jeg að skilja postul-
ann, þegar »hann vill, að jeg með öllum heilögum
fái skilið, hvílík sje breidd, lengd, dýpt og hæð,
og þekkt elsku Krists, sem yfir gengur allan skiln-
ing?« Það er til æðri skilningur en hinn náttúrlegi
skilningur; við þann skilning á postulinn og eptir
þeim skilningi hljóta allir andlegir hlutir að dæmast.
Eða getum vjer ekki þekkt það, sem skilning vor-
um er of vaxið?. Er það viturleg lífsskoðun, er
það ekki frekar óvísindalegur hugsunarháttur, að
halda því fram, að syndarinn, sem rís upp f'rá bæn sinni
með samvizkuna hreir.saða af sekt fyrir Jesú náð,
hinn trúaði öldungur, sem í stormuin mótlætisins