Aldamót - 01.01.1897, Síða 112
112
styður sig við hinn eilífa arm, unglingurinn, sem
heidur l'ast í hönd slnum himneska föður og ver sig
gegn öldum ástríðnanna, hið litla barn, sem krýpur
við vöggu sina til að biðja: »vertu, guð faðir, faðir
minn«, og sofnar svo værum blundi brosandi mót
sinum ósýnilega verndara, hinn hugprúði píslarvott-
ur, sem lofar guð út úr bálinu, sjófarandinn, sem
leggur að hinni dimmu dauðans strönd og syngur
sigursöngva trúarinnar i andlátinu — er það skyn-
samlegt, segi jeg, að ætla, að allir þessir sjeu nú
blekktir, þó þeir breyti á þann hátt, sem »yfirgeníiur
skilning« náttúrlegs hyggjuvits? Nei, þegar skyn-
sernin gefst upp í leitinni eptir hinum óskiljanlega,
veita trú, von og kærleikur hinum skjálfanda manns
anda nýjan þrótt og bera hann á örmum sjer í faðm
guðs iöður. Þegar þekkingin stendur á tám á hæsta
tindi skynseminnar, horfir út i geiminn og hrópar:
»0, að jeg vissi, hvar hann er að finna!«, þá hvisla
hinar sólbjörtu systur, trú, von og kærleiktir, með
heilögum fögnuði i eyra hins leitandi manns: —
Jeg ve.it minn ljúfur lifir
lausnarinn himnum á;
hann ræður öllu yfir,
einn heitir Jesús sá.
I þessu sambandi mætti minna á það, að biblí-
an ber ekki ábyrgð á röngum útskýringum mann-
anna og skilningi þeirra á opinberaninni. Mennirn-
ir fara opt og tíðum rangt með meiningar guðs orðs
og misskilja það háskalega. Þess er svo biblían
látin gjalda. Biblían kennir ekki t. d., að hinir sex
dagar sköpunarinnar hafi verið sex sólarhringar.
Sólin var sköpuð á fjórða degi og fyr var þá ekki
hægt að tala um sólar-daga. Það er ekkert á móti