Aldamót - 01.01.1897, Side 113
113
því frá biblfunnar hálfu, að myndunartímabilið, sem
þar er talað um, hafi verið ótal aldir hvert fyrir
sig. En hafa menn ekki eins og miklu meir mis-
skilið opinberun guðs í bók náttúrunnar, og þó hugsa
menn sjer eigi náttúruna sem hjegilju? Hver mun-
ur er t. d. ekki á stjörnufræðinni fyr og nú? Þó
eru líklega stjörnurnar líkar því sem þær hafa ver-
ið. Eða læknis-vísindin og munurinn á því, sem
var, þegar svo að segja allt var læknað með blóð-
tökum og hornsetningu, og þvi, sem nú er. Bæði hin
visindalega þekking mannanna á náttúrunni og
skilningur þeirra á hinum opinberaða guði náttúr-
unnar í orðinu hafa þroskazt og fullkomnazt og
bæði eptir sama lögmáli. Og kristindómurinn hefur
átt meiri þátt í að rífa niður hindurvitni og villur
mannanna en öll vísindin. Þegar hinir eiginlegu
vísindamenn stóðu hjá og þvoðu hendur sinar eins
og Pílatus, hóf siðabótin sig yfir villu aldanna og
kveikti Ijós frelsis og framfara. Svo það vmðist
mega segja, að trúin hafi verið byijuð að hreinsa
til hjá sjer eptir ryk hinna dimmu alda, nokkru áð-
ur en grannkona hennar hinu megin götunnar (vís-
indin) fór að taka til hjá sjer. Það var ekki vegna
nýrra leiðarljósa heimspeki og vísinda, að hin nýja
upplýsingaröld hófst, heldur fyrir vakning sam-
vizkunnar, sem guðs orð kom til leiðar, þegar það
var leyst úr fjötrum klaustranna og fengið í hend
ur alþýðunni. A undan Galilei kom Savanarola, á
undan Kant og Hegel kom Lúter, á undan Herbert
Spencer kom John Wesley. Ef maður þyrfti að
segja, að annaðhvort hafi orsakað hitt, þá væri
miklu sannara að segja, að andi biblíunnar hafi or-
sakað framfarir vísindanna, heldur en að vísindin hafi
8