Aldamót - 01.01.1897, Side 114
111
orsakað umbætur trúarinnar. Hjer má heimfæra hin
hátíðlegu orð Jobs: »Hvaðan mun vísdómurinn
koma og hvar er hyggindanna geymslubúr? Drott-
ins ótti er vísdómur, og að sneiða hjá hinu illa, það
eru hyggindi«.
Það má því óhætt fullyrða, að engin mótsögn
eigi sjer stað milli guðs orðs og vísindanna. Það
er engin ljós staðhæfing til í allri biblíunni, sem
vísindin mótmæla. Þó biblían sje ekki kennslubók í
vísindum, þá er hún þó, þegar hún er rjett skilin, í
samræmi við öll vísindi og að því leyti óh'k öllum
öðrum fornritum. Yfirsjón margra er það, að þeir
setja ýmsar gamlar bibliuskýringar í stað bibliunn-
ar sjálfrar og á hinn bóginn gleypa þeir við ýms-
um ósönnuðum heimspekishugmyndum og vísinda-
legum tilgátum, sem jafnskjótt talia úr gildi og þær
verða til.
III.
Ávoxtir fíuðs orðs.
Frelsarinn sagði: »Af ávöxtunum skuluð þjer
þekkja þá«. Nú eru liðnar margar aldir, síðan
kenningar spáraannanna, Krists og postulanna voru
staðfestar með sjerstökum undrum og kraptaverk-
um. En samt hafa allar þessar aldir, hver eptir
aðra, staðfest, með kraptaverkum þeim, sem guðs
orð sifelt hefur komið til leiðar, hinar miklu kröfur
biblíunnar. Guðs orð hefur snúið við straumi sög-
unnar, orsakaðhina fullkomnustu menntun, sem þjóð-
irnar hafa náð, stórkostlega breytt fjelagslífi mann-
anna, myndað nýtt stjórnarfyrirkomuiag, umskap-
að löggjöf þjóðanna og náð valdi jafnvel yfir von-
um og ótta, hugum og tilhneigingum mannanna, svo