Aldamót - 01.01.1897, Side 115
115
að þó vjer ekki lengur höfum fyrir augunum hin ein-
kennilegu kraptaverk, sem samfara voru byrjun
guðs rikis, þá sjáum vjer samt fyrir óræk söguleg
sannindamerki undra-afl guðs heilaga orðs. Guðs
orð hefur framkvæmt slík yfirnáttúrleg furðuverk,
að það getur bent á þau og sagt með meistaranum
sjálfum: »trúið mjer vegna þeirra verka, sem jeg
gjöri*.
Látum oss, sem fljótast, líta yfir áhrif guðs orðs
á heiminn:
1. Áhrif guðs orðs á siðferði.
Hin fyrstu áhrif guðs orðs voru að sjálfsögðu
siðferðisleg. Kristindómurinn hóf göngu sína inn i
hið rómverska ríki, sem þá var hið voldugasta, en
líka hið spilltasta ríki veraldarinnar. Hið aðdáan-
lega fagra líferni hinna fyrstu kristnu manna var
svo áhrifamikið, að, þrátt fyrir ofsóknir og fyrirlitn-
ing hins heiðna heims, fór tala þeirra svo vaxandi,
að eptir þrjár aldir sá hinn rómverski keisari það
ráð hollast ríki sínu, að leiða hina nýju trú i lög um
allt keisaraveldið.
Þessi hreinleiki siðferðisins, sem sönnum og guðs
orði samkvæmum kristindómi var samfara þegar í
upphafi, hefur jafnan verið hans sterkasta meðmseli.
Að vísu hafa holdsfýsnir, sjerplægni, rán, þjófnaður
o. s. frv. ekki verið rekið burt úr heiminum, en í
kristnum löndum hafa þó lestir þessir verið, að
minnsta kosti, merktir Kains merki. Almenningsá-
litið fordæmir þá og þeirra starfsamasti og örðug-
asti óvinur er ávallt guðs orð. Þeir sem dýpst eru
sokknir í spilling og lesti eru mennirnir í heiðnu
löndunum, þar sem guðs orð ekki heyrist, og þeir í
8*