Aldamót - 01.01.1897, Qupperneq 116
116
kristnu löndunum, sem mest fyrirlíta guðs orð og
þess helgu boðorð. Jatnvel þeir, sem ekki játa sig
lærisveina guðs orða, en eru þó heiðarlegir og sið-
samir í dagfari sínu, viðurkenna flestir, að bæði það
afl, sem knýr þá til góðs lífernið, og sú virðing, sem
það líferni aflar þeim, er beinlínis að rekja til þess
fjelagslífs, sem eignazt hefur siðferðishugsjónir sínar
af kenningu guðs orðs.
2. Ahrif guðs orðs á almenna upplýsingu.
Hið siðferðislega i fari Jesú Krists var svo til-
komumikið, að það næsturn yfirskyggir allt annað,
og vjer gleymum, hve mikil menntandi áhrif hann hafði
á lærisveina sina. Hve mikil þau áhrif hafa þó ver-
ið, sjáum vjer ljóslega, þegar vjer athugum, hversu
hinir fáfróðu fiskimenn við Galileavatnið breytast
við fárra ára sambúð við hann í mælskumenn, eins
og Pjetur á hvitasunnu, og kappræðumenn, sem ganga
djarfir á hólm við vitringa. skáld og fræðimenn
þeirrar tíðar, sópa þeim burt og skapa nýtt hugs-
unar- og trúarkerfi, svo kenning sú, sem Gyðing-
um var hneyksli, en Grikkjum heimska, er við lok
nítjándu -aldar orðin hin eina skynsamlega lífsskoðun.
Guðs orð hefur hvervetna vakið menn til náms
og mennta; það hefur dregið tii sín hina sterkustu
anda heimsins. Til tnanua, sem leiddir hafa verið af
anda biblíuntiar, eiga hennar f'rægustu menntastofn-
anir rót sina að rekja. Trú biblíunnar er ekki táp-
laus kenning, sem óttast rannsóknir og visindi. Hún
er sjer þess meðvitandi, að því meir sem himinn,
láð og lögur er rannsakað, því ljósar sjást hin guð-
legu sanrtindamerki ritningarinnar. Tilraunir þær,
sem gjörðar hafa verið til að upplýsa villuþjóðirnar,