Aldamót - 01.01.1897, Blaðsíða 117
117
sýna líka, að þá fyrst verður það mögulegt, þegar
guðs orð er látið ganga á undan til að greiða göt-
una.
3. Áhrif guðs orðs á bókmenntir.
Orðið biblía þýðir »bók«, og í öllum bókmennt-
um er hún aðalbókin. Hún er lang-útbreiddust allra
bóka. Meira er líka heimtað af henni en öllum
öðrum bókum. Og þegar tekið er til greina, hvern
höfund biblían segist eiga, þá er sanngjarnt, þó kraf-
izt sje af henni, að hún skari fram úr öllum öðrum
bókum. Hún segist vera rituð að ráðstöfun guðs og
vera innblásin afhansar.da. Það má því búast við, að
slík bók beri ægishj lim yfir öllum bókura, jafnvel
frá bókmenntalegu sjónarmiði. Þegar vjer lítum á
titilblöð annarra bóka og sjáum þar nöfn annarra
eins manna og Shakspeares og Goethes, væntum
vjer þegar af bókinni hins mesta ágætis, og þegar
vjer skygnumst eptir nafni á höfundi bibliunnar og
sjáum, að það er nafn hins heilaga guðs, þá væntum
vjer að bókin sýni oss bókmenntalega fullkomnun
samboðna hinum alvitra höfundi og að bókmenuta-
legt gildi hennar beri af öðrum bókum, eins og Hima
layafjöllin gnæfa yfir önnur fjöll; að bókin þessi sje
fullkomin, að svo miklu leyti, sem hún getur verið
það, skrifuð á manna máli og stíluð til manna.
Vjer gætum fyrst að því, hve gömul biblían er.
Aðrar sams konar bækur, svo sem Vedurnar, Zevd-
avesturnar og Eddurnar eru nú aðmestusem dauðar
múmíur á forngripasöfnum, en biblfan er sí-ung í
höndum hvers lesandi manns; og þó hún sje frá tíð
þeirra Hómers og Aeschylusar, að miklu leyti, þarf þó
ekki sjerstakan iærdóm og menntun mikla til að