Aldamót - 01.01.1897, Page 119
119
Heródes barnið í Betlehera. En ekki hefur þó einn
titill eða bókstafur bibliunnar raskazt. Hún stend-
ur enn sem hið mesta meistarastykki bókmennt-
anna.
Hvar sjáum vjer fegurri og stórkostlegri sjón-
leiki en í Jobsbók, þar sem leiksviðið er öskubing-
urinn við borgarhliðið, himininn hvelfing leikhússins,
leikendurnir gamlir heimspekingar, hlaupandi sendi-
boðar ólánsins, örvæntingarfull kona, erki-óvinur
mannanna og að síðustu guð almáttugur sjálfur?
Hvar finnum vjer ljóð jafn dýrðleg og ljóð hins
konunglega skálds í Israel? Eru nokkur ljóð, þó
leitað væri í bókmenntum allra þjóða, lík 23. Daviðs
sálmi? í þeim Ijóðum andar maður að sjer ilm gras-
anna, heyrir jarm hjarðarinnar og sjer smaladreng-
inn sitja yfir hjörð sinni í hinu græna haglendi og
leiða hana að hinu hægt rennandi vatni. Og hjarð-
sveinninn fer að sjmgja um handleiðslu drottins,
hins góða hirðisins. Þar sem hann situr við klettinn,
horfir á hjörðina i haganum, kemur í huga hans
hin blíðasta, sælasta og sannasta hugmynd um sam-
band guðs og manna: »Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta, jeg skal enga ógæfu hræð-
ast, því þú ert með mjer, þín hrísla og stafurhugg-
ar mig«.
Biblían talar til allra manna á öllum tímum, og
það gjörir engin önnur bók. Esra las lögmál henn-
ar á borgarmúrunum, Jesús útskýrði spádóma henn-
ar í sarakunduhúsunum, Lúter las hana í Erfurt og
vaknaði til líf'sins, sem svo gekk frá honum út til
þjóðanna. Abraham Lincoln las kapítula úr henni í
byrjun fundarins, þar sem hann fyrst haf'ði fram
sína heimsfrægu þrælalausDar-yfirlýsingu. Timinn