Aldamót - 01.01.1897, Page 123
123
»gekk í kring og gjörði gott«, hafa ótal líknarstofn-
anir verið reistar i hinum kristnu löndum sjúkum,
öldruðum og fátækum mönnum til hjálpar; styrjald-
irnar fara minnkandi, hnefarjetturinn liður undir lok
og menn fara að skilja, að »hinir hógværu skulu
jarðrikið erfa*.
Að sönnu viðgengst enn margt illt og heiðing-
legt í hinum kristnu löndum. Auðnum er ójatnt
skipt, valdið er misbrúkað, hinir sterku og vernduðu
kúga hina veiku og fátæku. En hvaða aflermönn-
um geflð jafn-kröptugt til að standaámóti hinu illa
eins og opinberun guðs í orðinu? Þegar hinir kristnu
menn gleyma köllun sinni og boðorðum guðs, þá er
ekkert hrís jafn-sárt á samvizkur þeirra eins og
guðs orð.
8. Áhrif (juð.s orðx á heimx-xambandið.
Löngu áður en málþræðir og járnbrautir tengdu
löndin saman, horfði kristin kirkja út yfir landamæri
þjóðanna með biblíuna í höndunum og las heiminum
spádóminn um eitt allsherjar-ríki, þar sem rjettiætið
ætti að búa. Kristur tók ekkert tillit til landamerkja,
þegar hann bauð lærisveinum sínum að gjöra allar
þjóðir að lærisveinum, svo það gæti orðið ein hjörð
og einn ltirðir. Þetta vilja Krists lærisveinar fram-
kvæma og fara því út til ailra þjóða til að kenna
guðs orð. Fyrir nokkru siðan var trúboðinn hafður
i fyrirlitningu, en nú er hann viðurkenndur sem
máttarstólpi landfræðislegra vísinda; hann myndar
hvervetna nýjar bókmenntir, stofnar siðað stjórnar-
fyrirkomulag og framleiðir alþýðumenntun í óupp-
lýstum löndum. Fyrir þetta leggur hann allt i söl-