Aldamót - 01.01.1897, Page 124
124
urnar, metorð, eignir, heimili og líf, knúður til þess
af guðs orði.
9. Ahrif guðs orðs á einstaklinginn.
Hjsr að framan hefur iauslegja verið drepið á
hin helztu atriði, sem sanna guðlegt gildi biblíunn-
ar. Margir viðurkenna ef til vill allt þetta, því það
er söguleg vissa fyrir því, en láta þó ekki sann-
færast. Það er heldur ekki við því að búast. Eðli
guðs orðs er þannig, að það verður aldrei fullreynt,
fyr en hinn einstaki maður reynir það á sjálfum
sjer. Aðal-sannanirnar eru fólgnar í áhrifum þess á
hið innra líf hins einstaka manns. En.ginn fær
nokkurn tíma fyllilega skilið það nje metið. fyr en
hann hefur látið endurfæðast fyrir' áhrif þess, og
andi guðs hefur í guðs oröi fiutzt í sálina. Til þess
það verði, þarf einstaklingurinn fyrst að gefa sig
orðinu á vald, láta það dæma sig og sannfæra sig
um sína synd og guðs náð fyrir Jesúm Krist. Guðs
orð þarf að fá að kalla sálina til guðs, endurfæða
hana fyrir lifandi anda, upplýsa hana í sáluhjálpar-
efnum og helga hana í grandvarleik lífernisins. —
Það þarf að fá að fella syndarann dæmdan til
jarðar, svo það fái reist hann upp aptur og hafið
hann til himins. Þetta gjörir guðs orð þar, sem það
fær að verka á hjörtu mannanna.
Ahrif guðs orðs á einstaklinginn eru ómetanleg.
Það hefur veitt hinum uppgefna hug til að byrja á
ný og stríða og sigra; það hefur lýst með bjarma
vonarinnar inn í hreysi aumingjans, sem ekki átti
sjer neina lífsbjörg; það hefur slitið hlekki vanans
af þræl ástríðnanna. Til þess, sem dauður var og
grafinn í gröf girnda og lasta, hefur það talað: »jeg