Aldamót - 01.01.1897, Blaðsíða 128
128
og áði hvergi’ í fjörutíu daga;
hann kuldinn nísti, sólarhitinn sveið,
hann sinnti’ ei þvi, en mestu raun hann beið
af ormi, sem var hjartað hans að naga.
En loksins niður þreyttur þó hann hnje,
en það var langt i burt, í Assúrs landi.
»Hjer ætla’ eg«, kvað hann, »að mjer óhætt sje,
og auga guðs ei verði mjer að grandi«.
Hann lagði sig, og hugði hvild að taka,
en hnykkti við, því óðara’ en hann varfi
hann sama auga sá, það á hann starði;
og óttasleginn hörfaði’ hann til baka.
»0 byrg mig, fel mig«, Kain hræddur kvað,
»minn kæri son, hjer skaltu hú.s mjer byggja,
hús eða tjald á mig er megi skyggja«.
Þá fór hans sonur fijótt að reisa það.
En Silla litla sonardóttir hans
þá sefa vildi hryggð hins gamla manns,
og spurði hógvær, »hvað er þjer til ama?«
En hann var styggur’, svaraði henni þurt:
»Hvi spyrðu’, að þessu? Far þú, barn í burt.
O, jeg sje auga, alltaf augað sama«.
Þá tók sig JúbaJ til, og mælti hátt:
»Því trúi’ eg ei, að múr ei geti’ eg byggt,
er alla vegu á þig geti skyggt,
svo ljósið þjer ei nái’ úr neinni átt.«
Og Júbal bjó til mikinn koparmúr;
þá myrkt var orðið, Kain þar sig varði.
En ekki kom á auga honum dúr,
hann augað sá, er gegnum múrinn starði.
Þá Tubalkain tók á íþrótt sinni,
og trausta reisti völundurinn höll,
er gnæfði jafnvel yfir efstu fjöll.