Aldamót - 01.01.1897, Page 130
130
og frostið vef'ur hvítt og þjett
sitt lín um laufið smAa;
þars fuglakvak og öldu-ys
hvort öðru tóninn senda,
tvö hús hvort öðru andspænis
oss alvarlega benda.
Þars blindra’ og daufra búðir sjást
og benda vegfaranda,
sem biðji þær um blíðu’ og ást,
ef bót á meinum kynni’ að fást;
þau stillt á verði standa.
Hjá blindum dimmt, hjá daufum hljótt,
það dapran gjörir veginn;
já, annars vegar allt er nótt,
en alkyrrð hinum megin.
Þann blinda’, er sífellt svart er hjá,
ei sólar gleður ljómi,
ei himins skraut nje bylgjan blá,
ei broshýr grund nje laufin smá
nje vorsins bjarti blómi.
Og sá, sem hefur hespu’ á vör,
er hneppir mál í dróma,
ei gleðst við öldufjallsins fjör
nje fugla þiða róma.
Þar kalla engin klukknahljóð
til kirkju þöglan skara;
í guðs hús samt sú gengur þjóð,
þar guðs á orð að hjarta slóð,
en engir amen svara,
þótt dynji þrumur hastar hátt,