Aldamót - 01.01.1897, Page 132
132
Þær byrðar, sem þú hefur bundið á mig,
jeg ber ekki lengur, en fyrirlít þig;
því mjer tekur loksins að leiðast hjá þjer
þinn hjegómi hjer.
Hvi skín svo þitt skraut,
sem mennina ginnir á glerhála braut?
Þeir hverfandi skuggar og hraðfara ský,
og hjaðnandi bólur, sem snöggvast skín 1,
það sjónhverfing, missýning alltsaman er
og hjegómi hjer.
Hvað lífsins er leið,
hið skammvinna lán og hin langvinna neyð?
Og hvað er mín áhyggja’ og heilabrot stríð ?
og hvað er mín ánægja’ og rósemi blíð?
og hvað er mín starfsemi? allt saman er
það hjegómi hjer.
Þú fremstur á fold,
þú ginnandi mamraon úr glóandi mold;
þú fánýta vesala veraldarþing,
sem veltist og tvístrast og dreifist í hring.
Þá fegurst þú ljómar, þá ljómi þinn er
þó hjegómi hjer.
Þú virðing og vald,
sem vefur þjer blómsveig um gullbúinn fald,
að baki þjer öfundin liggur á laun,
og langar að gjöra þjer einhverja raun.
Sá næstur er falli, sem næstur er þjer,
þú hjegómi hjer.
Þú alþýðu-ásí.