Aldamót - 01.01.1897, Blaðsíða 134
Undir linditrjánum.
Það hefur komið býsna mik-
IslenzJcar ið út af islenzkum bókum þetta
bœkur. liðna ár og maður hefur orðið að
fara lengra ofan í vasa sinn en
vanalega til að kaupa allt, sem út hefur komið.
Stöðugt er þó verið að kvarta um, hve lítið sje
keypt og hve lestrarfýsninní sje að fara aptur hjá
alþýðu. Það er slæmt, að svo skuli vera. En mjer
er nær að halda, að þetta sje í raun og veru ekki
íslenzkri alþýðu að kenna, heldur þeim, sem ausið
hafa í askana og borið þá í kring. Það er hægt að
sjóða matinn svo illa, að matarlystin f'ari. Og jeg
er mjög hræddur um, að íslenzk alþýða sje búin að
missa þá löngun til að lesa, sem hún eitt sinn hafði,
af því þeir, sern bækurnar hafa samið, hafa ekki
leyst ætlunarverk sitt svo af hendi sem skyldi. Bæk-
urnar, sem út hafa komið, liafa of opt hvorki ver-
ið við alþýðuhæfi nje alþýðusmekk. Þær hafa ekki
verið svo úr garði gjörðar, að alþýða manna hafi
getað tekið ástfóstri við þær. Skilyrðið fyrir því,
að bókmenntalegt líf fái þrifizt, er það, að þær bók-
menntir, sem uppi er haldið, hrífi hugina, gjöri mönn-
um heitt um hjartað, gefi góðar og göfugar hugsanir,
kveiki ný umbrot í sálum manna og verði að um-