Aldamót - 01.01.1897, Síða 136
13fi
Loksins kom þá fyrra bindið
Btbliu- af Biblfuljóðunum, prúðbúið frá út-
ljóðin. gefandanum, herra Sigurði Krist-
jánssyni í Reykjavik. Mikið var
búið um þau að tala og margir biðu eptir þeim með
óþreyju. Og það er ekki unnt að neita því; það er
stórmerkilegur atburður í hinum tíðindalitla bók-
menntaheimi vorum.
Hingað til hefur öll islenzk Ijóðagjörð á þessari
öld verið sundurlausir hankar, smákvæði ýmislegs
efnis, kveðin með löngu millibili, án nokkurs sam-
hengis. Jeg veit að nefna má einstöku undantekn-
ingar, eins og t. d. Örvarodds-drápu eptir Benedikt
Gröndal og Guðrúnu Osvífsdóttir eptir Brynjúlf Jóns-
son. En hvorug þessara hetjukvæða eru svo vel af
hendi leyst, að unnt sje að skipa þeim í öndvegi is-
lenzks skáldskapar. Þau verða að gjöra sjer að
góðu að sitja nokkuð neðar á bekk. Hið bezta í
íslenzkri ljóðagjörð hafa verið smákvæðin. Það virð-
ist svo sem skáld vor hafi brostið þor og áræði,
skapandi afl og skáldlegan dugnað til að taka fjrrir
umfangsmikil yrkisefni. Og þegar ljóðabækurnar
hafa komið hver á eptir annari og menn hafa svo
sem að sjálfsögðu glaðzt yfir því, að vjer »fáir, fá-
tækir, smáir« skulum eiga skáld, er jafna má sam-
an við stórskáld heimsins í lýriskum kveðskap, hafa
þó ýmsir andvarpað um leið og sagt: »Það er nú
líka hið eina!«
Aldrei hefur nokkurt íslenzkt skáld, hvorki fyrr
nje siðar, færzt eins mikið < fang og síra Valdimar
Briem, þegar hann tók fyrir að yrkja þessi Biblíu-
ljóð, sem ná út yfir hin helztu atriði bæði í gamla
og nýja testamentinu og skoða má í raun og veru