Aldamót - 01.01.1897, Page 137
137
sem eina heild. Þetta fyrra bindi er 410 bls. á stærð
og hefir 120 kvæði inni að halda, sum all löng, önn-
ur aptur styttri. Fyrir utan þetta á hann á annað
hundrað sálma í sálmabókinni, auk barnasálmanna
og mesta grúa af sálmum og kvæðum i biöðum og
tímaritum. Hann er vort lang-afkastamesta skáld.
Hið fyrsta, sem fyrir manni verður í þessu fyrra
bindi Biblíuljóðanna, er formálinn. En þegar jeg
hafði lesið hann yfir, óskaði jeg í huga mínum,
að hann hefði enginn verið. Jeg átti von á formála
í ljóðum. At formálanum fræðist maður þó um það,
að ljóðasafn þetta hefur orðið til á einum fimm ár-
um, og er það vel að verið á ekki lengri tíma.
En þar sem höf. biður lesendur sína »að ætlast
eigi til annars og meira af kvæðum þessum, en þau
eiga að vera, það er að segja: söguleg biblíukvæði
eða nokkurs konar biblíusögur í ljóðum«, þá ber hann
fram bæn, sem engum hugsandi manni er unnt að
taka til greina. Að snúa sögum biblíunnar í rím
hefur opt verið reynt og ætið misheppnazt. Annað-
hvort er að yrkja svo út af frásögum biblfunnar,
að það sje listaverk, eða eiga ekki við það. Vjer
höfum dæmin fyrir oss. Tökum t. d. Hállgrím Pjet-
ursson, hið ágæta trúarskáld. Hann hefur orr tvenns-
konar sálma út af bibliunni: Passfusálmana og Samú-
elssálma. Passíusálmana tókst honum svo vel
með, að þeir eru ódauðlegt listaverk, sem lifað hafa
í hug og hjarta þjóðarinnar öld fram af öld og auðg-
að anda hannar meir er nokkur ljóð, sem vjer eig-
um. Samúelssálmar eru fyrir löngu gleymdir.
Það er ekki unnt að sjá, að þeir hafi haft nokkra
þýðing fyrir vort andlega líf, hvorki fyr nje síðar.
Hvernig stendur á þessu? Það stendur svo á þvi,