Aldamót - 01.01.1897, Síða 139
139
hann fyrir það, þótt hann hefði ekki tekið sjer
hærra mið. Það hefði þá verið dyggð. En af því
hún ber það með sjer, að hún á sterka arnarvængi,
sem borið geta miklu hærra, er von að einhver
taki sjer það nærri, ef hún þrevtir flugið lægia en
vonast mátti eptir.
En svo, þegar maður fer að lesa kvæðin, kemst
maður að þeirri niðurstöðu, að skáldið hafi öldungis
ekki haldið sjer innan þeirra takmarka, sem nefnd
eru í formálanum. Þau eru að eins varnagli, sem
sleginn hefur verið eptir á, til þess að enginn skyldi
búast við miklu, en fá meira en lofað væri. En
sá varnagli var óþarfur, og bezt að láta kvæðin
sjálf hasla sjer völl.
Það er óvenjulega bjart jrfir allri Ijóðagjörð
síra Valdimars. Hugurinn fvllist af ánægju um leið
og maður fer að lesa. Það streymir sólskin inn í
hjarta manns. Hið fagra og blíða, jafnvægið í nátt-
úrunni og jafnvægið í mannssálinni, samræmi lifs-
ins, virðist vera það loptslag, sem hann lifir í.
Að minnsta kosti fæðast öll kvæði hans einmitt í
þessu loptslagi.
Bibliuljóðin eru svo full af óviðjafnanlega fögr
um náttúrulýsinguin, að það gegnir furðu, að skáld,
sem aldrei hefur stigið fæti út fyrir ísland, skuli
eiga aðrar eins myndir í huga sínutn. Jeg er viss
um, að verði eitthvað af ljóðum þessum nokkurn
tima þýtt á aðrar tungur, mun einhver furða sig á
þessu. En þetta er að eins ný sönnun (yrir því, hve
auga skáldsins sjer langt.
Lýsingar á öllu hinu ytra virðast mjer svo
glæsilegar hjá síra Valdimar, að þær standi jafn-
hliða hinu bezta í skáldskap annarra þjóða, — þeim