Aldamót - 01.01.1897, Page 140
140
skáldskap, sem nemur staðar við lýsing hins ytra.
Jég er ekki viss um að kvæði eins og t. d. «Elías
í hellinum* eða »Letrið á hallarveggnunu hefði
orðið öllu áhrifameira hjá sjálfum Milton. A all-
mörgum stöðum kemur þessi list í lýsingunni fram
í einu eða tveimur orðum, eins og þegar hann læt-
ur Sínaí »standa á öndinni* (140). Eða þegar hann
segir um Móses á Nebó:
>En sjálfur drottinn djúpt sig niður beygði
að dánu líki og bjó um legstað hans«.
Þetta, að drottinn hafi lotið niður að líkinu, er eitt-
hvað svo undur-viðkvæm hugsun. I kvæðinu utn
Naaman sýrlenzka er þannig sagt frá, þegar hann
laugaði sig í vatninu: —
Sjö sinnum í söltum tárum
sig liann lauga vann i bárum.
Ljek þar andi guðs á gárum,
geisla sló á ölaurnar.
Yígði guðs náð vatnið þar. —
Upp reis hreinn af öllum sárum,
eins og geislinn hreini,
kappi sá af sínu þunga meini.
Otal dæmi mætti tína til um hinar glæsilegu
lýsingar í kvæðum þessum, og hefur það að nokkru
leyti verið gjört af öðrum, svo jeg hirði ekki um
að fara frekar út i það. Þessar lýsingar hins ytra,
hvort sem það er náttúran í tign sinni og dýrð, eða
það eru býsn og undur (»Letrið á hallarveggnum«,
sbr. »Kirkjan« í Aldamótum) eða hinar mikilfeng-
legu sýnir spámannanna (»sýnir Esekíels«). — Þar
finnst mjer skálpskapur síra Valdimars vera á sínu
hæsta stigi. Þar hefur hann lagt rnest til frá sjálf-
um sjer. Þar fær hið fjöruga ímyndunarafl hans
bezt að leika sjer. Þar er hann lengst fyrir utan