Aldamót - 01.01.1897, Síða 142
14 L>
drottinn sjálfur. — Þetta heíur nú síra Valdimar
gjört að vrkisefni, en lýst að eins hinu ytra, ekki
með einu orði sýnt inn í sálu Jakobs; hann hefur
gengið fram hjá öllum hinum æstu tilfinningum,
sem tættu sál hans sundur þessa voðanótt, og voru
hið mikilfenglegasta og áhrifamesta yrkisefni, sem
nokkurt skáld gat óskað sjer.
Sama er að segja um næsta kvæði á eptir,
»Rræðrafundinn«. Maður fær of lítið að sjá inn i
hjörtu þeirra bræðranna, ekkert að vita um það,
hvernig sá hugaræsingur, sem báðir voru í, bælist
niður. I kvæðinu »Mansalið« fær maður ekkert að
vita um þá skelfing, sem kom yfir Jósef, þegar
honum var hrundið ofan í gryfjuna, nje heldur
nokkuð um sársaukann, sem eptirlætissonurinn fann
til, þegar hann var gjörður að þræli.
Eins og kunnugt er, er sálarstríðið aðalatriðið
í Jobsbók. Hún er eitt hið allra-dýpsta sálarfræðis-
lega skáldverk, sem bókmenntir heimsins eiga. En
það er ekki hreyft við öllu hugarangri Jobs, nema í
hinum almennustu orðatiltækjum, í kvæðinu um
hann. Eins um Sál konung. Hann er optar en
einu sinni nefndur »dólgur«, þessi mikilfenglega
sorgarhetja, sem var höf'ði hærri en allt fólkið, bæði
að atgjörfi sálar og líkama, — drottins smurði, sem
Davíð sjálfur bar óumræðilegustu lotningu fyrir og
líkastur er hinum ódauðlegu sorgarhetjum Shafce-
speares. Oss er ekkert sýnt af þeirri hugarkvöl,
sem slítur hjarta hans sundur, kemur honum til að
elska Davíð og hata hann um leið, bera dýpstu
lotning fyrir drottni og setja sig þó upp á móti
honum.
Jeg vildi óska, að sira Valdimar ætti eptir að