Aldamót - 01.01.1897, Page 145
145
leita eptir. Miklu betra er það samt en það dimm-
viðri orðanna, sem ekki er unnt að vita upp nje
niður í; því það er ætíð óljósri og ónýtri hugsun að
kenna. En það er til fögur leið mitt A milli þess-
ara tveggja, sem mjer virðist snilldin optast velja
sjer, þar sem hugsunin er djúp og þó fullkomlega
ljós. En innan urn ljóð síra Valdimars eru þó býsna-
mörg spakmæli, sem sjálfsagt verða opt á vörum
martna bæði í ræðu og riti. Skal jeg nefna nokkur
til dæmis:
»En aldrei verður tekið neitt til baka;
á þann hátt verða brotin aldrei bætt«. (8).
»Og það, sem var ráðið í veröldu verst,
í veröldu reynzt hefur dýrast og bezt«. (77).
»Þannig hefur gengið í allar aldir:
að ánauð sinni eru flestir valdir«. (177).
»Með tignarsvip gnæfir opt tindurinn hár,
en tignin er opt að eins jökull og snjár«. (1C0).
»Þótt fossinn sje sterkur, þá fellur hann samt,
og fjörið og þrótturinn stendur svo skammt«. (180).
a Hin sætasta tunga er opt hlykkjótt og hál
og hafgýgju söngurinn falsandi tál«. (i81).
»Og veraldarspekin, sem veit ekki hvar
er vizkunnar upphaf, er blaktandi skar«. (181).
Hið bezta í þessum gamlatestamentisljóðum er
eflaust jafnfagurt hinu bezta, sem áður er til í ís-
lenzkum skáldskap. Og það er tiltölulega mikill
hluti kvæðanna, sem þetta er ekki ofsagt um. Það
eru þau kvæðin, þar sem höf. hefur mest lagt til
frá sjálfum sjer. En svo eru æðimörg kvæði, þar
sem svo sem ekkert annað er gjört en frásögum
biblíunnar snúið i ijóð. Þau kvæði flnnast mjer á
10