Aldamót - 01.01.1897, Side 146
14<>
borð við Samúelssálma, encia er aðferðin sú sama.
Skáldið hefur þar eigi lagzt nógu djúpt og látið
verða miklu minna úr yrkisefninu en búast mátti
við. En að öllu samtöldu eiu líklega færri blettir
á þessu ljóðasafni og tiltölulega færri kvæði, sem
lítið hafa til síns ágætis, en í fiestum öðrum ísl. ljóða-
söfnum jafnstórum.
Tek jeg of djúpt í árinni, ef jeg segi, að enginn
núlifandi Islendingur hafi eins unnið til kærleika
þjóðar sinnar og síra Valdimar? Hinni ljómandi
skáldskapargáfu sinni hefur hann varið til að gjöra
drottin dýrðlegan í hjörtum þjóðar vorrar. Öll ljóð
lians eru trúarljóð, sungin til að glæða það, sero
bezt er til hjá manninum. Hann gefur sjer ekki
tíma til neins nema að tala um stórmerki drottins.
Þegar aðrir syngja um jarðneska ást, syngur hann
um himneskan kærleika. Þegar aðrir kenna mönn-
um að elska jarðneska og hverfula hluti, kennir
hann þeim að f'esta hug og hjarta við hið himneska
og eilifa.
Og ef jeg ætti að benda á hið einkennilega við
trúarljóð síra Valdimars, gæti jeg ekki gjört það á
annan hátt en segja: Hann lýsir fyrir oss dýrðinni
drottins, eins og hún kemur fram í verkum hans.
Hann segir oss litið frá eigin tilfinningum sínum.
Vjer fáum mjög lítið að sjá inn í hjarta hans sjáifs,
og þó hefur hann ort svo mikið. En hann hefur
ógnar-næmt auga fyrir geislunum, setn ganga frá
augliti drottins út í hina sýnilegu tilveru, náttúruna
og mannlífið. Og hann segir oss frá því, sem hann
sjer. Allur skáldskapur hans er eiginlega frásögn;
hann dregur ekki upp stórar myndir, leiðir engar
hetjur fram til að vera fulltrúa fyrir skoðanir sínar.