Aldamót - 01.01.1897, Blaðsíða 148
14«
alls á 126 bls. Þorsteinn er ágætur rímari. Bezta
kvæðið í allri bókinni og lang-bezta kvæðið, sem
sjezt hefur eptir Þorstein, er Myndin, sem áður hef-
ur verið lirósað undir iinditrjdnum að maklegleikum.
Lengsta kvæðið er um Jörund hundadagakóng. Þar
er margt mjög smellið. Því verður ekki neitað, að
Þorsteinn er skáld. Hann skortir hvorki orð nje
rim. En jeg er hræddur um, að hann skorti hugsanir.
Að minnsta kosti kemur það æði-opt fyrir, að iiugs-
unin og orðin standa ekki í rjeitu hlutfalli hvort til
annars. Og svo yrkir hann svo óljóst, að kvæði
hans verða naumast sjeriega mikið lesin af alþýðu
manna. þótt jeg viti, að trúlausir menn muni taka
þeim eins og nýju guðspjalli, helzt því, sem þeir sízt
skilja; því þeim er opt gjarnt til þess, ef þeim virð-
ist það stefna í áttina.
I »Eimreiðinni« hefur mjög gífurlegu lofsorði
verið lokið á skáldskap Þorsteins, sem ekki nær
neinni átt. Þar er talið »vafasamt, hvort, nokkurn
tíma hafi komið út á íslenzku kvæðasafn með meiri
skáldsnilli spjaldanna á millu. I hverju liggur
það? Þessi skáldsnilli hlýtur þá að felast einungis
i rímsnilld. Það er heilmikið af henni hjá Þor-
steini. En jeg hefi ætíð heyrt, að skáldsriilli væri
meira en rímið tómt, — að henni fylgdu háar og góf-
ugar hugsanir, sem vermdu hjartað og gjörðu menn
fróðari um leyndarmál sálarinnar. Jeg hefi leitað
eptir þessum göfugu og háu hugsunum hjá Þorsteini,
en ekki fundið þær; sjeu þær þar, hafa þa>r farið
i felur fyrir mjer. Jeg hefi f'undið eina hugsun, sem
tengir helztu kvæðin saman og gengur eiginlega eins
og rauður þráður gegnum allt þetta ljóðasafn. Og
það er trúarhatrið. Það er helzta hugsunin, sem