Aldamót - 01.01.1897, Síða 150
150
Þegar maður, sem gjörir eins mikið tilkall til
að vera skáld og Þorsteinn Erlingsson, gjörist rit-
stjóri, eiga menn ætíð von á miklu. Slikur maður
ætti að hafa öll ósköp á reiðum höndum að segja
þjóð sinni. En það hefur verið fátækt í Bjarka, —
svo fátækt, að ekki hefur verið tekið allra minnsta
tillit til lians af hinum blöðunum í landinu, framar
en hann hefði enginn verið til. Þar hefur enginn
veigur verið í nokkrum hlut, heldur allt eitthvað
svo undur-haldlaust og barnalegt.
Þorsteinn hefði eiginlega átt að fæðast á rímna-
öldinni. Hann heföi sjálfsagt orðið ágætt rítnnaskáld.
Hann leikur sjer að »lyklum« og alls konar rímna-
brellum. Og það lætur honum vel. Sumar fer-
skeyttu stökurnar hans eru góðar. En af því lykl-
unum hefur nú verið vikið frá völdum og hugsan-
irnar komnar í hásætið, er hætt við að ve°ur hans
verði ekki eins hár.
Þetta guðshatur, sem fram kemur í ljóðum hans,
er bæði skoplegt og raunalegt. Það er ætíð eitt hið
skoplegasta, þegar þúfan fer á st.að og ætlar að velta
fjallinu eða músin ætlar að naga gat á himininn.
Það er raunalegt, þegar einhver hugsar stöðugt um
hatrið, en þekkir ekki kærleiktmn, horfir stöðugt á
eitthvað, sem honum er illa við, en sjer ekkert, sem
hann elskar, lætur hugsanir sínar rísa upp úr dauða-
hafi hatursins og steytir afilausan hnefann móti sól-
unni. Og það er þeim mun raunalegra, sem sagt
er, að Þorsteinn sje að mörgu leyti góður drengur.