Aldamót - 01.01.1897, Page 151
151
Það er langt síðan að Tíma-
Timarit rit Bókmenntafjelagsins hefur ver-
Bókmennta- ið eins skemmtilegt og fjölbreytt
fjelagsins. að innihaldi og árið sem leið. Það
var líka mál komið, að einhver
breyting yrði á því. Þó er nú þessi breyting minni
en margir menn hafa vonazt eptir, en góðra gjalda
vert, ef haldið verður áfram í þessa áttina. Mestur
hluti rúiusins er samt tekiun upp af sögulegum rit-
gjörðum, en báðar eru þær fremur skeramtilegar.
Þar er líka nokkuð af kvæðum, en öll eru þau þýdd,
og er það furða, að helzta tímarit landsins skyldi
ekki vera sjer úti um frumsamin kvæði, þegar skáld-
in eru svona mörg. Fyrir utan ritgjörð Einars
Hjörleifssonar, sem jeg minntist á i fyrra, eru merki-
legust brjef Tómasar heit. Sæmundssonar. Það er eptir
enri að ritaævisögu þess manns. Og það þyrfti að
rita hana svo, að hún kæmi við hjörtu nútíðar-Is-
lendinganna. Þeir þurfa að sjá hann deyjandi sitja
upp við höfðalagið í rúminu sínu, með hjartað fullt
af hugsunum um velferð þjóðar sinnar, og pennann
í hendinni. Þeir, sem sækja um styrk úr landssjóði
annaðhvort ár til að koma út ómerkilegum bækling-
um, þurfa að vita, hverju hann kostaði til Fjölnis,
bæði af fje og kröptum. Það liti eitthvað öðruvísi
út í þjóðlífi voru nú á yfirstandandi tíð, ef uppi væru
margir aðrir eins áhugamenn og hann, með hans
dugnað, þor og drengskap. Tímaritið ætti að tá
einhvern hæfan mann til að rita ævisögu hans, bet-
ur og ítarlegar en gjört hefur verið; en lakast er,
að það vill verða svo undur-lítið úr öllum ævisögum
i höndum þeirra, sem nú rita. Það er list út af fyr-
ir sig, að rita ævisögur merkra manna.