Aldamót - 01.01.1897, Page 152
Einhver eigulegasta bókin, sem
Skúli Magnússon komið hefur frá Bókmermtafjelag-
landfógeti. inu nú um nokkur ár, er þessi ævi-
saga Skúla landfógeta Magnússon-
ar eptir Jón Jántnson. Það er skemmtileg bók. Jeg
las hana frá upphafi til enda og var eins sólginn í
hana og skáldsögu. Maður fær einstaklega skýra
mynd af manninum í huga sinn og ástandinu í land-
inu á hans dögum. Það má vel vera, að eitthvað
megi finna að ýmsum smáatriðum frá sögulegu sjón-
armiði. En sá, sem ritað hefur þessa bók, hefur
haft ljósari og betri hugmynd um, hvernig rita skal
sögu, en almennt gjörist meðal vor. Hann hefur
söguritarans beztu hæfileika. Hann leitast við að
vera eins rjettlátur og houum er framast unnt, og
honum virðist hafa tekizt það mætavel. Það var
þó sannarlega mikil freisting til að bera Hörmöng-
urunum og Almenna verzlunarfjelaginu enn verr sög-
una en hjer er gjört. IJöf. leitast ávallt við að koma
lesendum sfnum i skilning um, hvernig eðlilegt var
að þeir litu á málavexti frá sínu sjónarmiði.
En höf. hefur ekki vandað mál sitt eins vel og
hann hefði átt að gjöra. Að sönnu ritar hann ein-
staklega látlaust og blátt áfram. En það vantar
alla lypting í stílinn og bregður fyrir of óvönduðum
orðatiltækjum. Samt er bók þessi laus við þá agn-
úa, sem fylgja ofmörgum ritum bræðra vorra í Höfn:
slettur til einstakra manna og stjetta, ekki sízt krist-
indómsins og kirkjunnar, og svo þetta stöðuga hlakk
yfir öllu ósiðlegu, og er það alveg óhafandi rithátt-
ur, sem kveðast ætti niður í bókmenntum vorum.
En við alla þessa agnúa er stíll þess höf., sem hjer