Aldamót - 01.01.1897, Síða 153
15 f
er um að ræða, öldungis laus, og eykur það mikið
gildi bókarinnar.
Og, það sem mest er um vert, það koma fram
í þessari bók miklu meiri hæfileikar til að rita
sögu en vjer eigum að venjast. Það lítur út fyrir,
að höf. hafi þegið sjerstakar gáfur af' hendi náttúr-
unnar í þá átt. Og er vonandi, að bæði hann og
vjer berum giptu til að njóta þeirra.
Sigurður Kristjánsson, hinn ötuli
Ævisögur og framtakssami bóksali í Reykja-
íslertzlcra vík, hef'ur byrjað að g'efa út safn
merTcismanna. af ævisögum íslenzkra merkis-
manna. Hugmyndin er góð. Bók-
menntir annara þjóða eiga slik söf'n og eru þau stór-
merkileg. En það er ekki allra manna meðfæri, að
rita slíkar ævisögur. Það er list út af'fyrir sig. Og
eigi þetta nýja bókmenntalega fyrirtæki að blessast,
verður að vanda tii þess eins vel og frekast má.
Þær mega ekki vera þurrar og leiðinlegar, þessar
ævisögur. Þær mega ekki einungis vera samsafn
af þeim skjölum og skilrikjum, er þekking sagn-
fróðra manna ú þessum mekismönnum byggist á.
Þeir, sem siikar ævisögur rita, verða um fram allt
að hafa fengið rjetta og sanna mynd af manninum,
sem þeir a4la um að rita, í sálu sína, og sú mynd
verður svo sem að sjálfsögðu að skapast af öllum
sögulegum heimildum, sem til eru. En það er ekki
ab rita ævisögur, að leggja frain og tína til öll þessi
gögn. Það getur verið þarft verk, til þess að ein-
hver seinna, með minni fyrirhöfn, geti leyst það