Aldamót - 01.01.1897, Page 154
154
ætlunarverk af hendi. En vjer íslendingar höfum
naumast efni á því.
Tvær slíkar ævisögnr hafa verið gefnar út, Jóns
Espólíns og Magnúsar prúða. Hin fyrri er saga, sem
Jón Espólín hefur ritað um sjálfan sig á dönsku
máli, en fræðimaðurinn Gfísli Konráðsson hefur þýtt
hana á íslenzku, aukið hana og haldið henni fram. Dr.
Jón Þorkelsson yngri hefur gefið hana út eptir hand-
riti Gísla og ritað ali-fróðiegan formála. A ævisögu
þessari er sá dagbókar- eða annálsstíll, sem Jón Espó-
lín skrifaði, og í henni ótalmargt, sem engan varð-
ar um. Þessa ævisögu Jóns Espólíns eptir sjálfan
hann fæ jeg því ekki skoðað neraa sem ágætt heim-
ildarrit fyrir þann, er takast vildi á hendur það
lofsverða verk, að rita reglulega ævisögu þessa
merka raanns og raeta rjett gildi þess mikla starfs,
er hann hefur af liendi leyst i þarfir íslenzkrar
söguritunar.
Saga Magnúsar prúða er rituð af Jóni Þorkels-
syni. En hann hefur fylgt þeirri reglu, að tina
saman og leggja fram öll söguleg skilríki, sem hann
hefur þekkt og einhverja þýðing geta haft fyrir
þekking vora á manninum og tíraanum, sem hann
lifði á. Og þetta er auðvitað gott og vel í sjálfu
sjer. Dr. Jón Þorkelsson er sjálfsagt allra manna
fróðastur um hinar sögulegu menjar, sem til eru frá
hinu myrka miðaldatimabili sögu vorrar. En hann
er ekki jafn mikill listamaður í þvi, að skapa lif-
andi myndir af þessu tímabili og auðga með þeim
bókmenntir vorar. Hann er einstaklega fróður
maður, en ekki eins mikill rithöfundur, og á hann
að þvi leyti sammerkt við fjöldann af íslenzkum
fornfræðingum.