Aldamót - 01.01.1897, Blaðsíða 155
155
Báðar þessar ævisögur hefðu vel mátt eiga
heima í Safni til sögu Islands. Því þær eru góð
heimildarrit fyrir þá, sem seinna vilja leysa það
verk af hendi, að rita ævisögur þessara manna eins
og slíkar ævisögur eiga að ritast. I þeim er heil-
mikill fróðleikur falinn um þessa menn, en bókmennta-
legt gildi hafa þær htið.
Jeg held þvf, að betur nefði þurft að byrja á
þessu safni, til þess að vel álitlegt gæti heitið með
framhald þess. Þvi hvorug þessi saga getur skemmti-
leg heitið, nema fvrir þá, sem mjög eru sólgnir í
sögulegan fróðleik og færir eru um að draga út úr
þeim sjáifstæðar ályktanir. Það er hætt við, að is-
lenzkri alþýðu finnist þetta nokkuð þurr fróðleikur,
og get jeg fyrir mitt leyti ekki láð henni það.
Það verður víst stór bók á
Landfrœðissaga endanum, þessi Landfræðissaga
Islands. eptir dr. Þorvald Thóroddsen, því
það er ekki síður menningarsaga
og bókmenntasaga, heldur en landfræðissaga. En
bún hefur það til sins ágætis, sem allt eptir þennan
höfund hefur, hún er svo ljómandi skemmtileg. Höf.
heldur ætíð huga manns föstum, þvi það er ekki
einungis fróðleiksmaðurinn, sem talar, heldur um
fram allt rithöfundurinn. Þeir eru fáir, sem ritabet-
ur vort nútiðarmál en dr. Þorvaldur. Still hans er
bæði þýður og fjörugur, ijós og skemmtilegur. Þessi
landfræðissaga er því alþýðubók og hefur flesta þá
eiginlegleika, sem slíkar bækur þurfa að hafa.
En opt hefi jeg furðað mig á því, hvaða þýð-
ing það getur eiginlega haft, að tína saman úr