Aldamót - 01.01.1897, Side 156
15G
gömlura ferðabókum allar þær vitleysur, sem sagð-
ar bafa verið um Island frá upphafi vega. M.jer er
ómögulegt að sjá, að það hafi nokkra andlega þýð-
ingu aðra en þá, að vera til skemmtunar, eins og
aðrar skrítlur. En af því þetta hefur allt verið svo
skemmtilega af hendi leyst, ætti maður sem minnst
um það að fást.
En eitt finnst nijer vanta í þessa bók, og það
ætla jeg að segja, án þess þó að gjöra nákvæmari
grein fyrir því. Það yrði of langt mál, ef jeg færi
til þess. Jeg er hræddur um að þess sje ekki vel
gætt, sem menn vanalega kalla söguleg hlutföll (his-
torical proportiom). Hið lítilvæga og hið mikilvæga
er ekki í ætíð rjettum hlutföllum hvað við annað. Þegar
einni hliðinni er lýst mjög nákvæmlegaog hún dreg-
in fram með sterkustu litum, en lítið eða ekkert
drepið á gagnstæðar hliðar, er hið andlega ástand,
sem veiið er að lýsa, hefur haft, raskast hin sögu-
legu hlutföll og sannleiksgildi frásagnarinnar minnk-
ar. Hið sögulega yfirlit verður ógleggra, og mynd-
in, sem maður fær í huga sinn, getur ef til vill orð-
ið öfug.
Þetta kemur fram allvíða, en mest þó þar sem
andlega ástandinu á 17. öld er lýst. Það veiður allt
eintómir galdrar og gjörningar, brennur'og barin-
færingar, plágur og pyndingar, ógnanir og ósköp.
Og kirkjan verður alls þessa valdandi, sem þó er
langt frá hinu sanna. Jeg er sanntærður um, að
lýsing höf. á 17. öldiuni verður heldur en ekki vel
tekið af vantrúnni meðal þjóðar vorrar, og er það
þeim mun lakara, sem það inun vera fjarri tilgangi
hans. Það var þeim mun minni ástæða til að draga
upp þessa mynd af 17. öldiuni, sem það var einmitt