Aldamót - 01.01.1897, Side 159
159
ef ske kynni einstöku fornfrsbðingur, því auðvitað
eru rit þessi flestöll um fornfræði. En við hinir
ættum að láta þá hafa fyrir að tina þessháttar sam-
an og skrifa upp hver fyrir annan; þeir hafa svo
ekki annað að gjöra, hvort heldur er; en að fylla
heilt tímarit með öðrum eins ósköpum, það er vissu-
lega að fara illa með pappírinn og svertuna, hvað
þá með allan þann grúa, sem þetta kaupir. Og að
nokkur lifandi maður skuli fara svo illa með líf sitt,
að leggja sig niður við að tína annað eins saman og
þetta, — það er átakanlegt. Því þetta ritverk á
tæpum 80 blaðsíðum hefur hlotið að kosta ógurlega
yfirlegu. Það var að misbrúka gamla Sklrni að láta
hann fara með annað eins og þetta út um heiminn.
Svo er þetta hvorki heilt nje hálft. Það hefur t. d.
verið mikið í amerískum blöðum og tímaritum um
Island og eptir íslenzka tnenn á þessum árum, sem
þarna er ekki nefnt á nafn.
Nei, í öllum guðanna bænutn, látið þið Skírni
deyja, eins fljótt og unnt er, svo hann verði ekki
troðinn út á þessum ósköpum optar. Þegar Bók-
menntafjelagið er að veslast upp úr fátækt, ætti það
ekki að vera að eyða sínum litlu kröptum til ann-
ars eins. Það þarf annars að taka duglega í streng-
inn, ef sömu dauðamörkin eiga ekki að færast yfir
fjelagið sjálft og nú eru komin yflr Skírni.
Vjer erum allt í einu að eign-
Orðabœkur. ast fjölda af orðabókum. Tvær
komu út árið sem leið. Onnur
ensk-íslenzk eptir Geir Zoega, kennara í ensku við
latínuskólann. Hin dönsk-íslenzk, og er síra Jónax