Aldamót - 01.01.1897, Page 160
160
Jónasson á Hrafnagili aðal-höfundur hennar, en ýms-
ir aðrir af landsins málfróðustu mönnum hafa full-
komnað verk hans og aukið. Það er vel vandað
til beggja þessara bóka; þeirra var beggja brýn þörf
og það er því fagnaðarefni fyrir alla bókavini, að
þær eru komnar út í handhægu sniði og við lágu
verði.
Höf. ensk-íslenzku orðabókarinnar hefur leyst
sitt verk vel af hendi, Rókin er orðmörg eptir stærð.
Framburðurinn er táknaður eins rjett og náknæm-
lega og liklega er unnt. Islenzku þýðingarnar eru
vandaðar, fátt af nýgjörvingum og mjög fátt af ís-
lenzkum orðum, sem ekki hafa þegar fengið hefð
og festu í málinu. Við fljótlegan samanburð hefur
mjer fundizt, að þessi ensk-islenzka orðabók muni
vera fullt eins vönduð og áreiðanleg og enskar orða-
ba kur á öðrum málum á sömu stærð. Er því full
komin ástæða til að vera vel ánægður með hana
og höf. þakkiátur.
Höf'undar dansk isl. orðabókarinnar hafa sett
sjer miklu hærra mið, en gjört ætlunarverk sitt um
leið miklu torveldara. Þeir hafa leitazt við að gefa
hverjum hlut og hverri hugmynd íslenzkt heiti, svo
að tilsvarandi íslenzk orð væru til yfir hvert danskt
orð. Og þetta hafa þeir gjört og sjálfsagt kostað til
miklum tíma og miklum heilabrotum, því þetta er
hið mesta vandaverk. Þeir hafa fyrst og fremst
hagnýtt mesta kynstur af nýyrðum, sem hinir og
þessir hafa viðhaft i riti hin síðari ár, og þar að auk
myndað grúa af fslenzkum nýyrðum sjálfir. Orða-
bók Konráðs Gíslasonar var fyrir löngu orðin á ept-
ir tímanum. En þessi orðabók er nú aptur að þessu
leytinu á undan timanum, að hún hefur heilan grúa