Aldamót - 01.01.1897, Síða 161
161
af orðum, sem alls enga festu hafa fengið í málinu.
Og hætt er við, að mörgum finnist sum nýyrðin svo
stirð og smekklaus, að heldur vilji þeir hafa útlenda
orðið sjálft en það íslenzka orð, sem hjer er gefið.
Jeg vil taka tii dæmis útlend orð, sem opt koma
fyrir, — orðin &ocialint og socialisme. Hið fyrra er
þýtt með fjelœgingur og hið síðara með fjelœgska.
Þetta eru fremur ljót crð og stirð, og verða öllum
þorra manna eins myrk og torskilin og útlendu orð-
in. Þegar verið er að ræða um fiokka, sem mynd-
ast einhversstaðar út um heiminn, finnst mjer lang-
eðlilegast, að láta fiokkanöfnin halda sjer 1 íslenzk-
unni. Það út af fyrir sig gjörir málinu ekkert til.
íslenzkan hefur þegar tekið upp fjöida-mörg útlend
orð, sem nú eru iyrir langan vana orðin öllum svo
töm, að engum ómálfróðum manni kemur annað til
hugar en þau sjeu al-íslenzk. Gengu fornmenn þar
sjálfir á undan, eins og kunr.ugt er. Hverjum kem-
ur nú til hugar, að orð eins og prestur, kirkja, bisk-
up, eða kaffi, sykur, tóbak, eða pappír, penni, pening-
ar sjeu upphafiega óíslenzk orð, sem lánuð hafa ver-
ið úr öðrum málum, þegar þessi orð eru viðhöfð í
daglegu tali? Þeir, sem taka sjer það næst, þegar
útlend heiti á hlutum eða hugmyndum eru viðhöfð
í íslenzku máli, ættu að muna eptir því, að málfróð
um mönnum kemur samau um, að jafnvel öll þau
orð í íslenzku, sem byrja á p, sjeu að láni tekin úr
öðrum málum. Mál vort er ekki xátækara fyrir
þetta, heldur auðugra. Enda er auðsjeð, að höfund
ar orðabókarinnar hafa einmitt verið þessarar skoð-
unar í rauninni, því þeir hafa á ýmsum stöðum einn-
ig komið með útlendu orðin í íslenzkum búningi.
Þótt það sje sjálfsagt rjett, að mynda sem flest ný
11