Aldamót - 01.01.1897, Page 162
162
orð samkvæmt eðli málsins, þegar þurfa þykir, skyldi
þess ætíð gætt, að hið íslenzka heiti hlutarins eða
liugmyndarinnar verði skiljanlegra, ekki einungis
málfróðum mönnum, heldur einnig alþýðu manna.
En þó mörg nýyrði í orðabók þessari að likindum
deyi út, eru þó mörg önnur, ef til vill fleiri, sem
sjálfsagt lifa.
Ekki skyldi maður halda, að aðalhöfundur bók-
arinnar væri prestur, þegar leitað er eptir danska
orðinu ílogmesystem og það þýtt með kreddukerji og
engu öðru. En rúmið leyfir mjer ekki að fara frek-
ar út í þá sálma. Bókin viiðist meira samin með
tilliti til íslenzkunnar en dönskunnar. Það eru mjög
fáar upplýsingar, sem þeir fá um orðin dönsku, er
læra vilja danska tungu. Eins flnnst mjer að taka
hefði átt meira tillit til norskra orða og talshátta en
gjört er. Það er sjálfsagt engu minna af norskum
bókum lesið á Islandi en dönskum. Og þó norskan
sje nokkuð skyldari íslenzkunni en danskan, úir þó
og grúir af norskum orðum og talsháttum, sem eru
Islendingum öldungis óskiljanlegir.
En hve ( þarft verk það var að gefa út þessa
orðabók, sjest bezt með því, að bera hana saman við
Konráðs orðabók. Maður verður þess þá fljótt var,
hvílíkum framförum mál vort hefur tekið á því 45
ára tímabili, sem milli þeirra er. Málið hefurauðg-
azt óumræðilega mikið á þessum tíma. Og það sýn-
ir þó, að þjóð vor hefur verið að bugsa, verið and-
lega starfandi þessa siðustu hálfa öld. Því málið er
skuggsjá hins andlega lífs, sem uppi er meðal þjóð-
anna. Og allar bókmenntir sýna stríð mannsandans við
að koma orðum að hugsunum sínum og klæða þær
í hæfilegan búning. Þess vegna fer málunum fram