Aldamót - 01.01.1897, Side 163
163
að því skapi, sem þjóðirnar hugsa mikið, því um
leið og mennirnir hugsa, leita þeir að beztu orðun-
um fyrir hugsanir sínar og finna þau ætíð, ef þeir
hugsa nógu vel. Málið vort hefur tekiö stórkostleg-
um framförum á liðinni tíd, en á eptir að taka enn
stórkostlegri framförum á komandi tíð, eptir því
sem meira verður hugsað og meira verður ritað.
»Stutt ágrip af prjedikunar-
Prjedikunar- fræði« eptir síra Helga heitinn
frœdi níra Hálfdánarson, hefur sonur hans
Helga. Jón Helgason prestaskólakennari,
gefið út eptir fyrirlestrum föður
síns. Það er auðvitað bók fyrir presta og presta-
efni. I formálanum lætur sira Jón þá von og ósk í
Ijósi, að bók þessi megi verða »þeim. sem boða eiga
guðs orð í söfnuðinum, góður og handhægur leiðar-
visir ekki sízt á vorum tímum, er svo mikill rugl-
ingur virðist kominn á skoðanir manna hjer hjá oss
um það, hvað sje kristileg prjedikun og í hverju
kristileg predikun eigi að vera fólgin«.
Þessi ruglingur á skoðunum manna og skilningi
i þessu mikilsvarðandi atriði hefur komið í ljós í
ísl. kitkjunni alveg nýlega, eins og flesta mun reka
minni til, í umræðunum, sem urðu út af prjedikana-
safni síra Páls heitins Sigurðssonar. Og þær um-
ræður spunnust aðallega út af ritdómi þeim um
bókina, sem birtist i 5. árg. Aldamóta. I þeim um-
ræðum var ósjaldan talað utn kristindóminn svo úti
á þekju, að sjáanlegt var, að sumir jafnvel af prest-
um ísl. kirkjunnar hafa misst sjónar af því, hvað
sannur kristindómur er. Það er því ekki um skör
11*