Aldamót - 01.01.1897, Page 165
165
lifandi að koma þessum sannindum inn í hjörtu
kennimannalýðs þjóðar sinnar.
Saga kirkjunnar sýnir, að sú vantrú, sem f'yrir
utan hana er, fær lítið sem ekkert mein unnið
henni, hversu svæsin sem hún er. Jafnvel sú van-
trú, sem hún á við að striða í söfnuðunum sjálfum,
er ekki svo sjerlega hættuleg, ef hún beitir þeim
vopnum rjett, sem henni hafa verið fengin í hend-
ur. En þegar vantrúin kemst inn í barnalærdóms-
bækurnar, sálmabækurnar og ekki sizt alla leið upp
á prjedikunarstólinn, þá er stórkostleg hætta á ferð-
um. Nú eigum vjer hreina barnalærdómsbók og
hreina sálmabók. Guði sje lof fyrir það! Bæði
kverið okkar og sálmarnir eru svarnir óvinir Sat-
ans, svo jeg tali með Lúter. Og í því á síra Helgi
heitinn mestan og beztan þátt.
En hvað líður prjedikuniuni?
Það er hætt við að þar sje eitthvað gruggugt
æði-víða. Um það ber síðasta postillan vott, og það
meðhald, sem hún og hennar stefna fjekk hjá svo
mörgum af prestastjettinni sjálfri.
En það var sú tíð, að fingraför vantrúarinnar
voru sjáanleg á barnalærdóminum íslenzka, en eink-
um þó sálmabókinni. Nú eru þau afmáð fyrir náð
drottins og aðstoð hans anda. Mun þá eigi hann,
sem gjörði þetta hreint, einnig á sínum tíma gjöra
hreint fyrir dyrum prjedikaraembættisins á meðal
vor, svo orð hans verði boðað af öllum íslenzkum
prjedikurum »lrá allri villu klárt og kvitt?«
Það sje bæn vor í .Jesú nafni.