Aldamót - 01.01.1897, Síða 167
167
því, sera í blaðinu stendur, þannig úr garði gjört,
að það bjóði mikinn þokka af sjer. Það er rauna-
legt, að eina blaðið á Islandi, sem flytur myndir og
skáldskap og ritdóma einuöngu, skuli ekki vera
prúðmannlegar til fara. Það fer að verða hæpinn
heiður að eiga þar mynd sína.
Þar hefur nú nýtt skáld komið fram á skeið-
völlinn, þetta ár, — Guðmundur Friðjómson. Hann
á þar skáldsögu eina, er liann nefnir Kvöldskemmt-
un. Verður ekki betur sjeð en að aðalyrkisefni hans
þar sje kærleikurinn milli hrútanna og ánna. Og
með þessum skáldskap leyíir eina myndablað lands
ins sjer að flagga þar i höfuðstaðnum, og það verð-
ur ekki -vart við, að neinn hafi neitt út á það að
setja, heldur ferðast höfundurinn i kring með þetin
an og þvílíkan skáldskap sinn til að skeminta fólk-
inu. Mikið má bjóða íslendingunt! Og furðanlega
hafa þeir þar heima, sem fullt skyn bera á þetta
öfugstreymi hlutanna og andstyggð haía á því í
hjarta sínu, vanið sig á að steinþegja við því öllu.
Afleiðingin er þá eðlilega sú, að smekkur alþýðunn-
ar er að gjörspillast, þar sem það fær stöðugt, öld-
ungis óátalið, að halda hátíð, sem lakast er og auð-
virðilegast. Það er vissulega ekki von að vel fari
í bókmenntunum. Þar fær hver strákuriun að lifa
og láta eins og honum sýnist. Það er eins og eng-
um sje hið allra-minnsta annt utn almennt velsæmi.
Enda er víst velsæmistilfinning þjóöarinnar í stöð-
ugri apturför nú á hverju ári.