Aldamót - 01.01.1897, Síða 168
168
Það er myndarlegt tímarit
himreiðin. að mörgu leyti, Eimreiðin, sem
dr. Vultýr Guðmundsson í Kaup-
mannahöfn gefur út. Það gengur gegnum það
lilýr hugur og góður vilji, og ritstjórinn talar um
velferðarmál Islands með meiri áhuga og alvöru en
fiestir aðrir. Það er auðsjeð á öllu, að hann vill
knýja róðurinn á það borðið, sem betur má, styðja
hin góðu öfi, sem starfandi eru í þjóðlífi voru, tengja
liugi manna saman utan um velferðarmálin, í stað
þess að dreifa. Og óskum vjer þess ailir, sem
fækka viljuin dreifingaröfiunum, en styðja hin bind
andi og sameinandi öfi, að honum megi takast bet-
ur og betur að láta þetta koma fram “í þessu tima-
riti sínu. En þá þarf líka Eimreiðin að gefa sig
meira við lífsspursmálum þjóðlífs vors og taka öllu
djarfmannlegar í strenginn, og kippa sjer ekki upp,
þótt einhversstaðar heyrist skrækur, — ef mikið á
að muna um hana Hún er nú opt daufari i dálk-
inn en búast mætti við.
Sá maður verður að vera sívakandi, sem vekja
vill aðra, og brennandi af áhuga og vandlætinga-
semi i ailar áttir, ef nokkuð á að muna um orð
hans. En ef sami sannleikurinn er tekinn fram
nógu opt með öllu því sannfæringarinnar afli, sem
sá á til í eigu sinni, er talar, fer eigi hjá þvi, að
honum verði veitt áheyrn um síðir.
Sá, sem beygja vill og sveigja hugsanir ann-
arra inn á sannleikans leiðir, verður fyrst og fremst
sjálfur að vera þar. Og þar næst verður hann að
elska sannleikann svo heitt, að hann missi aldrei
sjónar af honum og þreytist þess vegna aldrei í
baráttunni.
Ef vjer ættum fáeina menn, sem svona væru
gjörðir, hefðum vjer meir en nóg.