Dagur - 17.10.1997, Blaðsíða 1
Afstaða starfandi bæj-
arstjóra á Dalvík til
samejningar bæjarins
og nágrannasveitarfé-
laga hefur valdið
nokkru uppnámi.
Kurr er meðal hluta íbúa á Dal-
vík eftir að Helgi Þorsteinsson,
bæjarritari og staðgengill bæjar-
stjóra, sem nú er í fríi, setti stórt
spurningarmerki við sameiningu
Arskógshrepps, Svarfaðardals-
hrepps og Dalvíkur í viðtali við
Bylgjuna í gærmorgun. Kosið
verður um hana á morgun. Svan-
fríður Jónasdóttir, oddviti I-Iist-
ans á Dalvík, sameiginlegs fram-
boðs A-flokkanna og fleiri, for-
dæmir málflutning Helga:
„Mér finnst mjög óeðlilegt að
embættismaður bæjarins í þess-
ari stöðu skuli fara fram í and-
stöðu við skoðun bæjarstjórnar
og meirihluta bæjarstjórans.
Þetta er viðkvæmt mál og bæjar-
stjóri er ráðinn til að framfylgja
stefnu meirihlutans."
Svanfríður segir Dalvíkinga
gáttaða. „Það er mjög óþægilegt
þegar embættismenn lýsa ein-
dregið skoðunum sínum með
þessum hætti. Það er gjarna gerð
krafa um að æðstu embættis-
menn séu hlutleysur. Þarna er
beinlínis verið að ganga gegn
meirihluta bæjarstjórnar."
Menn sameinast ekki af hug-
sjón einni saman
Framsóknarflokkur og I-Iistinn
mynda meirihluta bæjarstjórnar
á Dalvík en Helgi er fyrrverandi
Ummæli starfandi bæjarstjóra á Dalvík um sameiningu þriggja sveitarféiaga við utanverðan Eyjafjörð hafa valdið talsverðu
fjaðrafoki í bænum. Ósagt skal þó iátið hvort maðurinn á hjólinu lætur sig það nokkru varða.
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins, en var ráðinn bæjarritari
þegar flokkurinn var í meiri-
hluta. Helgi neitar því eindregið
að pólitík hafi ráðið málflutningi
hans og segist aðeins hafa talað
sem kjósandi en ekki sem emb-
ættismaður eða staðgengill bæj-
arstjóra: „Eg sagði að menn sam-
einuðust ekki bara sameiningar-
innar vegna og ekki heldur af
hugsjón. Það eru vissir hlutir
sem setja má spurningarmerki
við eins og t.d. málefni hitaveit-
unnar. Ég hef ekki gefið neinar
yfirlýsingar um hvort ég telji rétt
að sameina eða ekki og gef ekki
upp skoðun mína á því.“
Helgi vill ekki spá fyrir um nið-
urstöðuna í kosningunum á Dal-
vík en ef marka má kosninguna í
sumar er meiri andstaða gegn
sameiningu á Dalvík en í hinum
sveitarfélögunum. „Eg hef þá trú
að tilviljun ráði niðurstöðunni
hér á Dalvík. Bæjarbúar sýna
þessu áhugaleysi, þetta verða
sennilega örfá atkvæði sem skilja
að.“ - BÞ
Lífímið
bæinn
Þegar Iðunn Ágústsdóttir, kaup-
maður í Krónunni (Zolo og
Antikbúðin), sá hve vel heppn-
aður langur laugardagur var í
Reykjavík ákvað hún að gera það
sama á Akureyri. Nú er hún
búin að fá til liðs við sig 40 fyr-
irtæki í miðbænum sem verða
með ótal tilboð og kostakjör um
helgina. Bæjaryfirvöld hafa af
rausn sinni gefið eftir bílastæða-
gjöld frá klukkan 13 í dag. Af-
greiðslutími búða og veitinga-
staða verður eins og venjulega,
en stefnan er sett á einn langan
laugardag í mánuði, „þann
fyrsta eftir útborgunardag,“ seg-
ir Iðunn kotroskin. „Við megum
ekki leggjast í deyfð og dróma,“
segir hún, „þótt það sé kominn
snjór í fjöllin!" Hún er vongóð
um að bæjarbúar og nærsveita-
menn vilji lifandi mannlíf og
gatan fyllist af fjöri! Kemur í ljós
um helgina. — SJH.
Drepum fleiri
!?■ t- fj hænur
k. á Blað 2
Matthías sakar
sveitarstjóm um
valdníðslu
Bls. 5
rvnTH
Perfectáo
Hringrásardælur
SINDRI %
IBH
-sterkur í verki
mnmiwiii